<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 21, 2008

Jólin mega koma núna... 

Það er allt að verða tilbúið fyrir mína jólaafslöppun, sem ég get varla beðið eftir að byrji. Og þá er ég ekki að tala um að ég sé búin að baka 5 smákökusortir, gera jólahreingerninguna, og skreyta heimilið. Nei nei, heimilið er alveg í rúst og grútskítugt og ekkert sem minnir á jólin þar inni. En það skiptir litlu máli því ég er hvort eð er nánast aldrei heima. Mitt annað heimili er hins vegar nokkuð vel skreytt og fallegt, en það er auðvitað Mio Minn búðin mín. Þar eyði ég flestum mínum stundum..... og kannski aðeins of mörgum stundum undanfarnar vikur og mánuði.

Það er í mörg horn að líta þegar maður undirbýr svona verslun fyrir jólin. Og svo bættist á það stress vegna ráðningar á nýjum verslunarstjóra. En það reddaðist auðvitað að lokum, er komin með þessa fínu stelpu í jobbið.

Og svo eru það blessuðu dýrin. Note to self: ALDREI flytja dýr milli landa EVER AGAIN!!!

Ekki nóg með að það eru endalausar prufur og test og hitt og þetta sem þarf að gera á nákvæmlega réttum tíma (og ekkert af því á sama tíma), þó að maður fylgi þessu öllu saman í punkt og prikk... þá ganga hlutirnir bara ekki eins og í sögu. Sérstaklega ekki þegar maður er með 3 dýr. Í fyrsta lagi var vesen með blóðprufurnar.... eða þ.e.a.s. það var vesen á labbinu sem skoðaði prufurnar en kunnu síðan ekkert á faxtækið sitt eða voru einfaldlega bara heimsk og gátu ekki faxað rétt svör yfir til dýralæknastofunnar.

Uþb 2 vikum og 300 símtölum síðar..(ásamt annarri ferð fyrir kisurnar upp á dýralæknastofu, þar sem teknar voru nýjar blóðprufur og sendar á annað labb sem gat sent svör til baka samdægurs,og Gutti greyið var sko ekki sáttur við að þurfa að fara í blóðprufu tvisvar og lét sko í sér heyra og klóraði Cörlu vinkonu mína)..föxuðu þau loksins réttu svörin yfir, en þá voru líka komin svör frá hinu labbinu.

Og svo kom það líka upp á að það leit út fyrir að Táta væri með FeLV pósitiv sem er nokkurs konar katta alnæmi. Og ef svo væri þá mætti hún aldrei ferðast frá UK. En 2 af 3 blóðprufum komu út neikvæðar, þannig að ein hlýtur að hafa verið fölsk pósitív prufa.

Og eins og þessi vitleysa hefði ekki verið nóg. Þegar loksins var komið að ferðadeginum mikla, fórum við Ásberg með dýrin 3 í litla mini bílnum okkar, alla leið upp á Heathrow. Ég passaði mig að vera tímanlega ef eitthvað skyldi koma upp á, svo við vorum komin þangað 7 tímum fyrir flug. Cargo fyrirtækið tók við búrunum, og staðfesti að allir pappírar og öll búrin væru í lagi. Þannig að við Ásberg kvöddum dýrin og héldum heim á leið í góðri trú að þau yrðu komin til Íslands heil á höldnu innan skamms.

Nei nei.......einum og hálfum tíma fyrir flug, þá er hringt í mig og sagt að búrin fyrir kisurnar hafi ekki verið samþykkt af flugfélaginu, og ekki sé hægt að redda þessu með svo stuttum fyrirvara fyrir flug. Og svo kom í ljós að Dimmalimm gat ekki heldur farið þó búrið hennar væri samþykkt, því flugið fyrir öll þrjú hefði verið keypt saman.

Ég fékk náttúrulega algjört sjokk.

Dýrin þurftu að gista á Heathrow, og ég beið í von og óvon um hvort þau kæmust til Íslands á réttum tíma, þar sem 17 des. var síðasti dagurinn í desember þar sem einangrunar stöðin á Íslandi tæki á móti dýrum. Það endaði sem sagt með því að dýrin komust loks til Íslands og í einangrunarstöðina að morgni 18.des, næstum 2 sólarhringum eftir að ég hafði kvatt þau í góðri trú á Heathrow. Og þau flugu í sömu búrum og ég hafði sett þau í, því loks þegar þetta var borið undir æðsta mann í dýraflutningareglunum á Heathrow, þá sagði sá maður að það væri allt í lagi með búrin. Típískt.


Jæja, þau eru allavega komin á íslenska grundu og ég get andað aðeins léttar, og svo get ég sótt þessar elskur 15.Janúar þegar við Ásberg flytjum heim.

Nú er það bara að klára VAT return og svona smotterí í búðinni fyrir jólin, og svo get ég loksins sett tærnar upp í loft 23.des þegar ég fer til Íslands. Og það er sko kominn tími til, bumbulínan (sem hlotið hefur nafnið Bambína Litla Mús Chiquita Ásbergsdóttir) er farin að kvarta yfir þessu endalausa stressi í mömmu sinni og sparkar fast í mótmælaskyni. Ég ætla að fara að ráðum Bambínu og hvíla mig alveg fullt og borða nóg að góðum mat um jólin og barasta láta dekra við mig eins og hægt er.

Ahhhhh.......

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter