<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Búin að kíkja í pakkann.... 


já við vorum of spennt til að bíða í 9 mánuði eftir að fá að vita hvort útkoman yrði lítill prins eða prinsessa. Í 20 vikna sónarnum kom þetta allt saman í ljós - það er lítil Bambína þarna inni að dansa og sparka, og settur dagur er 3.mars 2009. Mér finnst Bambína ansi sniðugt nafn.... er ekki "bambina" einmitt ítalska fyrir stúlkubarn?

Annars er mig búið að dreyma ansi undarlega óléttudrauma undanfarið. Í fyrrinótt dreymdi mig að ég gengi með HVOLP en ekki barn. Og draumurinn gekk út á það að hvolpurinn yrði að koma út sem fyrst því ég væri búin að ganga með hann of lengi...þar sem meðgöngutíminn hjá hundum eru aðeins 2 mánuðir!! Þvílíkt rugl. Og í nótt dreymdi mig að ég væri búin að eiga litlu stelpuna, en fattaði síðan 2-3 dögum seinna að ég hafði steingleymt að hugsa um hana. Ég hafði ekki gefið henni brjóst og bara varla haldið á henni síðan hún fæddist. Hmmm....kannski er ég með einhverjar duldar áhyggjur af því hvort ég ráði við móðurhlutverkið?!
En jæja, ég vaknaði í morgun við gleðifréttir. Loksins eru einhverjir bandaríkjamenn með viti farnir að kjósa. Mér líst vel á þennan nýja forseta bandaríkjanna.


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter