<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 26, 2008

Rómantíkin blómstrar 


Við skötuhjúin skelltum okkur í bíó fyrir ca mánuði síðan. Við höfðum ekki farið í bíó endalaust lengi þannig að það var alveg kominn tími til að gera sér dagamun. Og svo var Ásberg svo flottur á því að hann bauð mér meira að segja upp á McDonalds máltíð áður en sýningin byrjaði. Ég var um það bil hálfnuð með borgarann þegar ég skyndilega man svolítið...

„Hmmm....Ásberg.... áttum við ekki 3ja ára afmæli fyrir 3 dögum síðan?"
„Ha...jú það er víst rétt hjá þér....takk fyrir síðastliðin 3 ár ástin mín"

Svo hlógum við bæði. Við kunnum sko að halda upp merkisdaga.... McDonalds og bíó, og það 3 dögum of seint. Endalaus rómantík.

Annars er það að frétta af okkur að við fórum til Íslands um daginn í brúðkaup vina minna Rósu og Anders. Þetta var sannkölluð veisla, haldin úti í sveit, athöfnin í guðsgrænni náttúru, og sólin skein. Alveg yndislegt.

Svo er hún Dimmalimm orðin svo stór eitthvað. Mér finnst hún ekkert líta út eins og hvolpur lengur, hún er alveg 3svar sinnum stærri en þegar við fyrst fengum hana. Hún útskrifaðist úr Puppy School fyrir nokkrum vikum síðan. Reyndar stóð hún sig ekkert svakalega vel í skólanum því hún vildi bara leika við hina hvolpana, ekki hlýða mér. Hérna er mynd af litla prakkaranum á útskriftardaginn.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter