<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 26, 2007

Afmælishelgi 

Já, afmælið mitt var semsagt sídastliðinn föstudag, og ég bakaði köku ì tilefni dagsins og fór með í vinnuna. Kakan var skreytt og löguð eins og kisuandlit og vakti það mikla lukku. Svo fékk ég afmæliskort með afmæliskveðju frá öllu starfsfólkinu. Eftir vinnu fórum við Ásberg út að borða á mjög fínan veitingastað og borðuðum rosalega góðan mat. Namminamm.

Daginn eftir var ég aftur að vinna og Sif vinkona mìn og dýralæknir á Íslandi kom í heimsókn til að sjá vinnustaðinn minn. Hún var á ferðinni af því ad hún var á dýrasálfræðingsnámskeiði hérna í UK.

Um kvöldið héldum við Ásberg svo housewarming og buðum auðvitað Sif og svo komu líka Greg og Gavin dýralæknar og Michelle hjúkka og Cathrine vinkona Gavins. Það var svaka stuð og við drukkum allt of mikið, eða allavega allt of margar tegundir af víni. Seinna um nóttina fórum við á local pöbbinn sem kærastinn hans Greg á. En svo var klukkan orð in svo margt og við orðin ansi vel í því svo þaðvar kominn tími á að fara í hàttinn. Sif vígði nýja gestaherbergið, og það fúnkeraði bara fìnt sem slíkt held ég.

Sunnudagurinn....úff ...... var þynnkudagur...

-

mánudagur, janúar 15, 2007

fólk í fréttum 

Heather - fyrrverandi bítlaeiginkona - McCartney er víst ein af mörgum frægum kúnnum hjá New Priory Veterinary Practice, þar sem ég vinn. Og hún er alveg eins vitlaus og leiðinleg og slúðurdálkarnir segja til um, það staðfesti allavega Gavin dýralæknir sem skoðaði hundinn hennar um daginn.

Ég fór á pöbbinn með Gavin og Greg síðastliðið fimmtudagskvöld. Ég tók tækifærið fegins hendi því Ásberg skroppinn aftur til Íslands og mér leiddist. Hann þurfti þó ekkert að örvænta þó ég væri úti með tveim strákum, því Gavin er ekki mín týpa og Greg er hommi, báðir indælis piltar þó. Brighton er einmitt einn af heitustu stöðum samkynhneigðra í Bretlandi.... karlmenn að leiðast sjást nánast á hverju götuhorni.

Ég er loksins komin inn í fínu íbúðina okkar sem er alveg eins og mig minnti þegar við skoðuðum hana...... fyrir utan eitt.... Bæði baðherbergin eru teppalögð!!!!
Ég verð nú bara að segja, ég skil ekki þessa áráttu Breta að teppaleggja allan fjandann. Þetta er KLÓSETT for crying out loud. Ásberg verður að pissa sitjandi hér eftir, punktur, basta...

-

mánudagur, janúar 08, 2007

Helgarferð til Brighton - aðeins 12000 kr 

Falleg og rúmgóð íbúð með frábæra staðsetningu, aðeins 5 mín gangur frá ströndinni og miðbæ.
15 mín með lest frá Gatwick flugvelli. Því ekki að skella sér til Brighton og upplifa breskt næturlíf, leikhúsmenningu og strandpartý eins og það gerist best??

Við erum sem sagt komin með íbúð frá og með næstu helgi...jibbí. Vorum að skrifa undir leigusamninginn og erum ekkert smá ánægð. Íbúðin er fullkomin fyrir utan teppi á gólfum og engin uppþvottavél. Við erum með tvö baðherbergi og aukaherbergi fyrir gesti, þannig að það er eins gott að við fáum einhverja gesti!!! Flug með British Ariways frá Íslandi til Gatwick er, á ákveðnum dagsetningum, 12000 kr með sköttum, þá vitiði það!!

Sjáumst :)

-

sunnudagur, janúar 07, 2007

Kvefaði dýralæknirinn 

Hingað til hefur enginn í vinnunni minni heyrt mína eðlilegu rödd. Ég tala með rosalega sexý hásri whisky rödd sem stundum breytist í ekki eins sexý óstöðvandi hóstaköst. Versta kastið var í gær þegar ég var að bólusetja hund og eigandinn var að spurja mig að einhverju. Þegar ég ætlaði að svara fékk ég þennann svakalega hósta, og hann hélt áfram og áfram þangað til ég táraðist og náði ekki andanum og var farið að svima. Eigandinn horfði á mig með skelfingarsvip og vissi ekkert hvað hann átti að segja. Loks tókst mér að stynja upp "sorry" og fá mér vatnssopa, en það hjálpaði ekki mikið því ég hélt áfram að hósta. Ég man ekki alveg hvernig þessi ósköp enduðu (líklega vegna súrefnisskorts til heilans) en ég held ég hafi ekki náð að svara greyið manninum sem á endanum flúði fram í afgreiðslu til að borga.

Fyrir utan hóstaköstin, þá hefur bara verið gaman i vinnunni og ég nýt þess að vera komin á tiltölulega stóran vinnustað. Á dýralæknastofum á Íslandi eru starfsmenn ekki fleiri en 3-7, en á nýja vinnustaðnum mínum eru um 30 starfsmenn af báðum kynjum. Við erum 7 dýralæknar og ég er eini kvenmaðurinn. Svo eru um 15 dýrahjúkkur - allt stelpur/konur, og restin er afgreiðslu,skrifstofu eða ræstingafólk.
Það eru reyndar ekki allir til staðar í einu, því spítalinn er opinn allan sólarhringinn, alla daga. Á kvöldin, nætur og helgar sér spítalinn um bráðavaktina fyrir kúnna hjá 10 öðrum dýralæknastofum í nágrenninu, svo það er nóg að gera. Ég fæ hlutverkið "emergency vet" á laugardögum frá og með laugardeginum eftir 3 vikur, svo það verður örugglega stuð.

Við Ásberg erum ekki enn komin með íbúð, en búum til bráðabirgða í minnstu stúdíóíbúð sem ég hef séð, og sofum í 90 cm breiðu rúmi, sem ég hélt að væri ómögulegt...... en ótrúlegt en satt við sofum barasta dásamlega, við erum soddan samlokur.

-

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Brighton 

Thad var hellirigning thegar eg kom til Bretlands i gaer, nyarsdag, og eg hafdi audvitad gleymt regnhlyfinni sem Frida gaf mer i jolagjof. 66 gr nordur gallinn sem Asberg gaf mer kom hins vegar ad godum notum.

Ja gledilegt ar ollsomul ... eg er sem sagt flutt til Bretlands, nanar tiltekid Brighton thar sem eg fekk draumastarfid. Eg byrjadi i morgun, enntha kvefud, has og hostandi eftir jolakvefid. Allt svo nytt og ruglingslegt, eg tharf ad laera a ny lyf, ny andlit, nyjan stad og nytt tungumal. Dagurinn gekk storslysalaust fyrir sig, en thad var pinu vandraedalegt thegar eg thurfti 1 sinni eda 2svar ad spurja dyraeigandann hvad e-d ord thyddi thvi eg skildi ekki hvad hann var ad segja. Eg aetladi i sifellu ad na i lyfin fyrir dyrin.... en komst tha ad thvi ad thad vaeri hlutverk hjukkanna. Svo aetladi eg ad taka til eftir mig, en ein hjukkan horfdi undrandi a mig... svo hlo hun og sagdi ad thetta thyrfti eg ekki ad gera thvi hjukkurnar gerdu thad. Va thad er ekkert sma frabaert ad hafa svona hjukkur, heima a Islandi thar sem eru ekki til dyrahjukkur, thar tharf dyralaeknirinn ad gera allt, fra thvi ad svara i sima, thrifa upp skit, na i lyf og svo hid augljosa starf sem er ad laekna dyrin.

Jaeja eg er alveg uppgefin svo eg aetla ad borda og fara i rumid, hvila mig fyrir erfidi morgundagsins.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter