<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Loksins loksins losnaði ég við hækjurnar.....eða allavega í tvo daga. Ég var nefnilega byrjuð að ganga á gipsinu (það má víst þegar það eru liðnar 3 vikur) en tókst ekki betur til en svo að ég braut gipsið!! já og ég var ekki að reyna að dansa eins og allir virðast halda, bara að ganga ósköp hægt og rólega. Svo ég varð að gefa hækjunum annað tækifæri og misbjóða greyið úlnliðunum mínum aðeins meira, og leggja leið mín enn einu sinni á slysavarðsstofuna.
Eftir 3ja tíma bið kallaði hjúkkan Stein loksins á mig. Við Stein erum orðnir "best pals" og segjum hvort öðru skemmtilegar kjaftasögur. Ég hlæ auðvitað að öllum sögunum hans, þó að ég skilji hann ekki alltaf því hann talar bara sænsku. Hann er með þessa líka fínu stóru bumbu sem allar hjúkkur ættu að vera með. Hún er alveg ómissandi til að styðja fótinn á meðan hann leggur gipsið. Svo kvaddi ég Stein og lofaði öllu fögru um að ég skyldi passa betur upp á gipsið í þetta skiptið.

Nú get ég sem sagt aftur farið um á tveimur ekki-jafn-fljótum (hægri fóturinn er fljótari en sá vinstri) og það er þvílíkur munur. Þessar hækjur voru bara tómt vesen. Nú er ég öll að koma til....

-

sunnudagur, apríl 11, 2004

GLEÐILEGA PÁSKA!

Ég fékk alveg frábæran málshátt í páskaegginu mínu: "Fleira þarf í dansinn en fagra skóna"......hmmm.....til dæmis óbrotinn fót er það ekki?

Annars er ég með góðar fréttir fyrir þá sem hafa hámað í sig súkkulaðipáskaegg í allan dag eins og ég. Súkkulaði inniheldur nefnilega miklu meiri antioxidanta en brokkolí og annað grænmeti, sem þýðir að þeim mun meira súkkulaði þú borðar því færri hrukkur færðu og jafnvel færri sjúkdóma (eða þannig vil ég allavega túlka það). Antioxidantar vernda nefnilega frumur líkamans fyrir skaða. Reyndar eru flestir antioxidantar í dökku súkkulaði þannig að páskaegg frá Nóa&Sirius er kannski ekki það allra besta í hrukkubaráttunni.......en þá er um að gera að borða bara meira magn ekki satt??

Annars líður mér bara voða vel þessa dagana. Mamma mín er komin til að stjana við mig, er búin að fara út með Míó, kaupa í matinn fyrir mig, þvo þvott, halda mér félagsskap og nú er hún að elda íslenskt páskalamb nammi namm. Svo var Fríða með okkur í gær og við höfðum það ofsalega huggulegt saman mæðgurnar. Mamma kom líka með web-cam sem pabbi hafði keypt handa mér....takk pabbi!!

-

föstudagur, apríl 09, 2004

Og nú rétt áðan Stuðmenn og Todmobile....ALGJÖR SNILLD!!
og núna: "Halló ég svo undarlegt vooó, Halló það glymur endalaust, Halló ég elska þig voooóóóóóóóóó" með Helga Björns...

-
Vá ég fékk næstum tár í augun núna áðan þegar ég heyrði: "Góðan daginn góðir hlustendur. Í dag er föstudagurinn langi. Nú verða lesnar fréttir" og svo eftir fréttirnar kom "Hei kanína" með Stebba Hilmars!! Að ég skyldi ekki hafa fattað þetta fyrr. Það er jú algjör snilld að geta hlustað á Rás 2 í útlöndum.

Svo hlustaði ég á Júróvisionlagið með Jónsa.......æj æj æj.....hver samdi það lag? Ótrúlega niðurdrepandi og leiðinlegt lag. Það er allavega mín skoðun.

-

fimmtudagur, apríl 08, 2004

.....dagarnir frekar tilbreytingarlausir.....
ég vakna...klönkrast á hækjunum út með Míó. Hann vælir því við förum allt of hægt og göngutúrinn er of stuttur. Það er ekki gaman að eiga fótbrotna mömmu. Svo förum við inn....horfum á sjónvarpið....smá lúr í sófanum........surfa á netinu......út með Míó aftur........elda kvöldmat og horfi á Friends meðan ég borða.......chatta við Mikkel á msn.........chatta við pabba og mömmu á msn...........út með Míó........horfi á sjónvarpið......förum að sofa!!

En, það eru hápunktar: T.d. e-mailið sem ég fékk frá Guðrúnu í gær var MJÖG skemmtilegt. Og nú eru mamma og pabbi búin að tengja web-cam við tölvuna þannig að ég get séð þau jibbíííí!!! Ooooooog....... í kvöld kemur Fríða, því hún er að er að fljúga fram og til baka milli Spánar og Köben næstu daga. Ooooooog.... MAMMA KEMUR Á MORGUN!!!!!!! Elsku besta mamma mín kemur á morgun og ég hlakka svo til. Það er víst alveg sama hversu fullorðin og sjálfstæð ég verð.....þegar eitthvað er að, er alltaf gott að hafa mömmu sína hjá sér.

-

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Það er 1.apríl í dag, eins og þið eflaust vitið. Ég ætlaði eiginlega að koma með ærlegt aprílgabb og segja að ég hefði hrasað á hækjunum og tognað í handleggnum eða eitthvað í þá áttina.
En..... ég var í skólanum í dag, á stórdýraspítalanum. Beljurnar voru hálfhræddar við mig þar sem ég kom hoppandi um á öðrum fæti. En sem sagt, það var nýbúið að spúla gólfið og það var sleipt svo hækjurnar runnu til og ég flaug í gólfið og lenti á brotna fætinum, alveg satt!! Sem var ekki þægilegt. Og nú verð ég að fara upp á slysavarðstofu á morgun til að láta taka röntgenmynd af brotinu og sjá hvort allt sé í lagi. Þetta er alveg deffinettlí ekki mín vika....fyrir utan internetið auðvitað.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter